,,Er þreyta í leikmannahópi Liverpool?,“ er fyrirsögn á grein sem Sky Sports birtir í dag.
Þar er rætt um líkamlegt ástand leikmanna Liverpool og hvort þeir séu farnir að finna fyrir þreytu.
Gríðarlegt álag er á leikmönnum Liverpool vegna þess leikstíls sem Jurgen Klopp notar. Þar er mikið hlaupið og á mikilli ákefð.
Álagið virðist hafa mest haft áhrif á sóknarmenn liðsins, Mhamed Salah hefur skorað eitt mark í síðustu átta leikjum. Roberto Firmino hefur ekki skorað í síðustu fimm leikjum og Sadio Mane er án marks í síðustu sjö leikjum.
Hlaupatölur liðsins eru þó þær sömu og þær hafa verið á þessu tímabili og sprettir sömuleiðis.
Liverpool liðið í heild fór 109 kílómetra gegn Manchester City í gær í markalausu jafntefli en liðið átti í vandræðum með að skapa sér færi.
Tvær vikur eru í næsta leik Liverpool en leikmenn liðsins halda nú flestir í verkefni með landsliðinu.