Stuðningsmenn Newcastle, þola ekki eiganda félagsins, Mike Ashley. Hann hefur ekki viljað setja fjármuni í félagið.
Ashley reynir að bjarga slæmu ástandi sem er í gangi í dag, hann fundaði með Rafa Benitez, stjóra liðsins og leikmönnum í gær.
Fundurinn fór fram á veitingastað í borginni, þar sem hópur stuðningsmanna safnaðist fyrir utan.
Ashley reyndi að berja trú í leikmannahópinn en liðið hefur ekki unnið leik á þessu tímabili.
Þessi umdeildi eigandi hefur lengi reynt að selja félagið en það án árangurs.
Eftir fundinn gekk hann út af veitingastaðnum en ákvað þá að gefa stuðningsmönnum félagsins V-merkið sem er mjög niðrandi í breskri menningu. Merkið gerir lítið úr þeim sem þú beinir því til og segir því að hoppa upp í rassgatið á sér.
Atvikið má sjá hér að neðan.