Liverpool var í vandræðum í Meistaradeild Evrópu í gær er liðið heimsótti ítalska stórliðið Napoli.
Liverpool hefur spilað flottan sóknarbolta undir stjórn Jurgen Klopp en var í erfiðleikum fyrir framan markið í gær. Liverpool átti aðeins fimm marktilraunir í 1-0 tapi og fór ekki eitt af þeim skotum á mark heimamanna.
Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem Liverpool nær ekki skoti á markið í Meistaradeildinni. Það gerðist síðast í febrúar árið 2006 er liðið tapaði 1-0 gegn Benfica.
Mohamed Salah leikmaður Liverpool vakti athygli eftir leik en hann gaf meðal annars, Carlo Ancelotti, þjálfara Napoli treyjuna sína.
Þá vakti athygli að Salah er enn með umbúðir á öxl sinni eftir að hafa meiðst í úrslitum Meistaradeildarinnar í maí.
Þar var hann í einvígi við Sergio Ramos sem sumir kölluðu árás. Myndir af því eru hér að neðan.