Umboðsmaður, Aaron Ramsey hefur tjáð sig um ástæðu þess að miðjumaðurinn mun ekki gera nýjan samning við félagið.
Hann segir að Ramsey hafi aldreil viljað að þetta myndi fara svona, félagið hafi tekið þessa ákvörðun.
Arsenal gæti reynt að losa sig við Ramsey í janúar, annars fer hann frítt frá félaginu næsta sumar.
,,Það er ekkert sem við getum gert, félagið tók þessa ákvörðun,“ sagði umboðsmaður Ramsey á Twitter.
,,Hann vildi alls ekki fara, núna er hins vegar ekki neinn annar möguleiki.“