Í gær sögðum við frá því að Kathryn Mayorga hefði stigið fram í ítarlegu viðtali við Spiegel og sagt frá hrottalegri nauðgun, sem hún sakar Cristiano Ronaldo, einn besta knattspyrnumann allra tíma um.
Að hennar sögn átti atvikið sér stað árið 2009 í Las Vegas. Árið 2010 greiddi Ronaldo Mayorga 375 þúsund dollara fyrir að segja ekkert opinberlega, þrátt fyrir að hann hafi neitað að um nauðgun væri að ræða.
Í kjölfar #metoo umræðunnar hefur Mayorga nú tjáð sig opinberlega og þarf því að endurgreiða Ronaldo. Hann neitar ennþá sök og segist munu fara í meiðyrðamál við Spiegel.
The Sun birti nú í kvöld myndband sem tekið er fyrr um kvöldið, þar sem sjá má Ronaldo og Mayorga í heitum dansi og innilegum faðmlögum.