Samkvæmt sænskum fjölmiðlum í dag hefur Manchester United áhuga á Andreas Granqvist miðverði Helsingborg.
Granqvist er 33 ára gamall en hann yfrirgaf úrvalsdeildina í Rússlandi í sumar. Hann ákvað að fara heim til Svíþjóðar.
Granqvist var öflugur á HM í sumar með Svíum þar sem liðið kom mörgum á óvart.
Granqvist leikur í næst efstu deild Svíþjóðar með Andra Rúnari Bjarnasyni. Fotbolldirekt segist hafa heimildir frá mörgum aðilum að United hafi áhuga.
Viðtað er að Jose Mourinho vill fá miðvörð en hvort 33 ára sænskur miðvörður sé lausnin, er óvíst.