Paul Pogba miðjumaður Manchester United vildi ekkert segja við fréttamenn eftir 3-1 tap gegn West Ham um helgina.
Pogba er í stríði við Jose Mourinho, stjóra liðsins. Mourinho hefur staðfest að Pogba verði aldrei aftur með fyrirliðabandið.
Pogba vill fara ef Mourinho heldur starfinu en líkur eru á að hann missi það ef gengi United fer ekki að batna.
Fréttamenn vildu ræða við Pogba eftir leikinn. ,,Viljið þið mig dauðann?,“ sagði Pogba þegar hann var beðinn um viðtal.
Hann hefur verið duglegur að fara í viðtöl undanfarið en Mourinho hefur gagnrýnt hann fyrir öll þessi viðtöl.