Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur stolið fyrirsögnunum það sem af er í þessum janúarglugga.
Félagið keypti Virgil van Dijk frá Southampton á 75 milljónir punda og þá seldi liðið Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 142 milljónir punda um helgina.
Verðmiðinn á báðum leikmönnunum hefur vakið mikla athygli og nú hefur Andrea Pirlo tjáð sig um málið.
„Þetta er auðvitað klikkað verð en ef við skoðum upphæðirnar í fótboltanum í dag þá er þetta bara svona,“ sagði Pirlo.
„Ef Van Dijk kostar 75 milljónir punda þá kostar Coutinho 140 milljónir punda.“
„Það er bara sanngjarnt finnst mér,“ sagði Pirlo að lokum.