Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool ætti að vera klár þegar liðið mætir Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi.
Heimamenn hafa verið á miklu skriði að undanförnu en liðið situr nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig, þremur stigum minna en Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar.
City hefur ekki ennþá tapað leik í deildinni á leiktíðinni og situr á toppi deildarinnar með 62 stig og hefur 15 stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sætinu.
Salah var ekki með liðinu gegn Burnley og Everton vegna meiðsla en hann virðist vera búinn að jafna sig og æfði með Liverpool í dag.
Hann er markahæsti leikmaður liðsins á þessari leiktíð og næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.