A landslið karla er nú komið til Indónesíu þar sem liðið mætir heimamönnum í tveimur vináttuleikjum. Fyrri leikurinn verður í borginni Yogyakarta fimmtudaginn 11. janúar og sá síðari í Jakarta sunnudaginn 14. janúar.
Leikmenn komu til Yogyakarta í gær eftir langt og strangt ferðalag. Létt æfing var tekin á hótelsvæðinu í dag og síðan var haldið í stutta skoðunarferð í Hindúa hofið Prambanan en það var byggt á 9. öld.
Áhugi fjölmiðla á íslensku leikmönnunum er mikill og fylgir töluverður fjöldi Indónesískra miðla liðinu eftir hvert fótmál.
Næstu tveir dagar fara í að safna orku eftir ferðalagið en tímamismunur á milli Indónesíu og Íslands eru 7 klst. Það er því er lögð mikil áhersla á að leikmenn hvílist vel það sem eftir lifir dags en á morgun verður haldið á æfingasvæðið þar sem byrjað verður að fara yfir leikskipulagið sem lagt verður upp með í leikjunum tveimur.