Moussa Sissoko, miðjumaður Tottenham gæti verið á förum frá félaginu en það er Mirror sem greinir frá þessu.
Félagið er sagt vilja fá 30 milljónir punda fyrir hann en það er sama verð og Tottenham keypti hann á, á sínum tíma.
Leikmaðurinn kom til Tottenham árið 2016 frá Newcastle en miklar vonir voru bundnar við hann á sínum tíma.
Hann hefur hins vegar ekki staðið undir þeim og íhugar félagið nú að selja hann.
Tottenham situr sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.