Jose Mourinho, stjóri Manchester United er sagður pirraður á boltastrákunum á Old Trafford þessa dagana en það er Sun sem greinir frá þessu.
Samkvæmt miðlinum kennir hann þeim, að hluta til, um slæmt gengi liðsins á heimavelli á leiktíðinni.
United gerði 2-2 jafntefli við Burnley á dögunum og var Mourinho ósáttur með boltastrákana eftir leik.
Honum fannst þeir vera of lengi að koma boltanum í leik og telur að liðið geti ekki sótt hratt á andstæðinga sína þar sem að þeir eru of seinir að koma honum í leik.
Þrátt fyrir þetta situr United í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, 15 stigum á eftir toppliði Manhcester City.