Atletico Madrid og Getafe eigast nú við í spænsku La Liga og er staðan 2-0 fyrir heimamenn þegar leiknum er að ljúka.
Það var Angel Correa sem kom Atletico yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Diego Costa stal svo sviðinu í síðari hálfleik en á 62. mínútu fékk hann að líta gult spjald.
Hann skoraði svo mark, sex mínútum síðar og fagnaði með því að hlaupa upp í stúku til stuðningsmanna liðsins.
Fyrir það fékk hann að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt en þetta var hans fyrsti leikur með Atletico í deildinni síðan hann kom frá Chelsea.