Alexis Sanchez, sóknarmaður Arsenal er í dag sterklega orðaður við Manchester City.
Leikmaðurinn hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og gæti því farið frítt í sumar.
Manchester City vill fá hann til þess að fylla skarð Gabriel Jesus sem meiddist á dögunum en það er Mail sem greinir frá þessu.
Sanchez var mjög nálægt því að ganga til liðs við City í sumar en á endanum var ákveðið að hann yrði áfram á Emirates.
Talið er að 35 milljónir punda dugi til þess að Arsenal leyfi honum að fara en Pep Guardiola er mikill aðdáandi Sanchez.