Liverpool tók á móti Everton í enska FA-bikarnum í gærdag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Það voru þeir James Milner og Virgil van Dijk sem skoruðu mörk Liverpool í gær en Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyri Everton í stöðunni 1-0.
Mark James Milner kom úr vítaspyrnu sem Adam Lallana fiskaði en dómurinn þótti ansi harður og Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle vildi meina að þetta hefði aldrei átt að vera víti.
Shearer sagði skoðun sína í hálfleik í umræðuþætti BBC en stuðningsmenn Liverpool voru ekki hrifnir af því.
„Þessu er beint til allra stuðningsmanna Liverpool sem eru að áreita mig, eiginkonu mína og börnin mína af því að ég var ósammála ykkur með vítaspyrnudóminn. Þið unnið leikinn var það ekki? Drullið ykkur svo í burtu,“ sagði Shearer á Twitter.
For all the @LFC fans currently hurling personal abuse at me, my wife and kids because I happen to disagree with your opinion about the penalty decision, you do know you won don't you? PS So f**k off!
— Alan Shearer (@alanshearer) January 5, 2018