Arsene Wenger hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.
Að auki þarf Wenger að græða 5,5 milljónir íslenskra króna í sekt eða 40 þúsund pund.
Stjórinn var brjálaður á síðasta degi ársins þegar Mike Dean dæmdi vítaspyrnu.
Um var að ræða leik gegn West Brom en Arsenal missti af sigrinum eftir mjög umdeildan dóm Dean.
Wenger lét í sér heyra eftir leik en það féll ekki vel í kramið hjá enska knattspyrnusambandinu.
Wenger má því ekki vera á hliðarlínunni í næstu þremur leikjum.