Andy Carroll, framherji West Ham er sagður efstur á óskalista Chelsea en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.
Antonio Conte vill fá Carroll sem varaskeifu fyrir Alvaro Morata en hann virðist ekki hafa trú á Michy Batshuayi, framherja liðsins.
Samkvæmt miðlum á Englandi má Batshuayi yfirgefa félagið í janúar en Englandsmeistararnir eru þunnskipaðir upp á topp sem stendur.
Carroll hefur verið að finna taktinn með West Ham í undanförnum leikjum og tryggði liðinu m.a sigur gegn Stoke á dögunum.
Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að West Ham sé tilbúið að selja einn sinn heitasta framherja á miðju tímabili.