Jose Mourinho, stjóri Manchester United gagnrýndi hegðun Jurgen Klopp og Antonio Conte á hliðarlínunni í viðtali á dögunum.
Mourinho sagði að hann sæi enga þörf á því að haga sér eins og „trúður“ á hliðarlínunni þegar hans lið væri að spila.
Conte og Klopp eru báðir mjög líflegir á hliðarlínunni og sýna miklar tilfiningar og var ítalski stjórinn fljótur að svara honum í dag.
„Ég held að hann þurfi nú bara að líta í eigin barm og hvernig hann var hérna í denn, kannski var hann að tala um sjálfan sig í fortíðinni,“ sagði Conte.
„Kannski hefur hann gleymt því hvernig hann hefur hagað sér á hliðarlínunni í gegnum tíðina.“
„Stundum held ég að hann þjáist af einhverskonar minnistapi, þegar hann segir svona hluti,“ sagði stjórinn að lokum.