Það er ekki í höndum Antonio Conte að ákveða hvaða leikmenn Chelsea kaupir.
Stjórinn sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag en Chelsea er að kaupa Ross Barkley.
Chelsea kaupir Barkley frá Everton á 15 milljónir punda en saningur hans í Guttagarði er á enda í sumar.
,,Það er félagið sem ákveður hvaða leikmenn eru keyptir, innkaup eru ekki hluti af mínu starfi,“ sagði Conte.
Þessi ummæli vekja athygli og óvíst er því hvort Conte hafi einhvern áhuga á að nota Barkley.
More from Conte: It's the club that signs the players, not me. Recruitment is not my job
— Matt Law (@Matt_Law_DT) January 5, 2018