fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
433

KSÍ stígur stórt skref – Stelpurnar fá jafn háa upphæð og strákarnir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að kvennalandsliðið muni fá jafn háar árangurstengdar greiðslur fyrir þátttöku í undankeppnum fyrir stórmót.

Hingað til hefur karlalandsliðið fengið talsvert hærri upphæð en nú hefur KSÍ stigið skref og jafnað þær.

Um er að ræða talsvert háar upphæðir ef vel gengur.

,,Ég vil tilkynna það hér og nú að stjórn KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að jafna árangurstengdar greiðslur í undankeppnum stórmóta. Við tókum þessa ákvörðun einhuga í stjórninni,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ í dag.

,,Við viljum vera framsækin, við ákváðum að stíga þetta skref. Noregur gerði þetta og við töldum þetta tímabært, þetta er hvatning fyrir íslenskan fótbolta og kvennaknattspyrnu.“

,,Dagpeningar hafa verið jafnir um árabil en við vildum gera þetta líka með árangurstengdar greiðslu. Þetta er talsverð hækkun fyrir kvennalandsliðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rifjar upp afdrífaríka ákvörðun í stjórnartíð Páls í Vesturbænum – „Ætla ekkert endilega að segja að það hafi verið rétt ákvörðun“

Rifjar upp afdrífaríka ákvörðun í stjórnartíð Páls í Vesturbænum – „Ætla ekkert endilega að segja að það hafi verið rétt ákvörðun“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að hegðun Ronaldo hafi verið til skammar – ,,Vandræðalegt að fylgjast með þessu“

Segir að hegðun Ronaldo hafi verið til skammar – ,,Vandræðalegt að fylgjast með þessu“
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jói Ástvalds fer yfir sviðið og Ísak Bergmann á línunni

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jói Ástvalds fer yfir sviðið og Ísak Bergmann á línunni
433Sport
Í gær

Rashford vonast eftir því að Villa kaupi sig í sumar

Rashford vonast eftir því að Villa kaupi sig í sumar