Melissa Reddy sem áður var starfsmaður Liverpool og starfar nú hjá Goal.com segir að Barcelona sé að leggja lokahönd á tilboð sitt í Philippe Coutinho.
Reddy segir að tilboðið verði í kringum 150 milljónir evra og verður Coutinho dýrasti leikmaður í sögu Börsunga.
Ef kaupin myndu ganga í gegn verðu Coutinho þriðji dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappe sem PSG keypti í sumar.
40 milljónir evra af kaupverði Coutinho yrði í formi bónusa en Reddy segir líklegt að allar þær greiðslur myndu koma til Liverpool á endanum.
Rætt hefur verið um að klára málið en Coutinho færi ekki til Katalóníu fyrr en í sumar, Reddy segir að Barcelona og Coutinho vilji klára allt í janúar.
Josep Maria Bartomeu forseti Barcelona og Kia Joorabchian umboðsmaður Coutinho vinna nú að málinu.