Pierre-Emerick Aubameyang er að ganga til liðs við Arsenal en reikna má með því að skiptin klárist áður en glugginn lokar í kvöld.
Félagaskiptin hafa legið ansi lengi í loftinu en hann kemur til félagsins frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Kaupverðið er í kringum 55 milljónir punda og skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.
Eitthvað klúður átti sér stað hjá félaginu í morgun þegar að heimasíða Arsenal tilkynnti óvart um félagaskiptin en eins og áður sagði hafa þau ekki ennþá verið staðfest.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal var mættur í viðtal þar sem hann ræddi skiptin, sem á ennþá eftir að staðfesta en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Umm… #Arsenal have posted the wrong video on their website and accidentally confirmed the #Aubameyang signing… #AFC pic.twitter.com/WqUiB6jwZL
— Tom Clarke (@TomCIarke) January 31, 2018