West Brom hefur staðfest að stuðningsmaður West Ham hafi gert grín að dauða stráks, Jake Livermore í gær.
Þessi 28 ára miðjumaður var tekinn af velli í leiknum og sast á varamannabekknum. Hann varð hins vegar allt í einu brjálaður.
Hann ætlaði að hjóla í stuðningsmann West Ham en að lokum tókst að stoppa hann. Livermore og kærasta hans misstu barnið sitt eftir fæðingu árið 2013 og fór Livermore langt niður.
Yfirlýsing West Brom:
Eftir sögusagnir í fjölmiðlum vill West Brom koma málinu á hreint varðandi Jake Livermore.
Eftir að hafa verið tekinn af velli var orðum hreytt í hann sem hann hlustaði ekki. Hann ákvað hins vegar að fara að þeim stuðningsmanni sem ákvað að tala um andlát stráksins hans.
Félagið vill þakka öllum knattspyrnuáhugamönnum sem skilja það hvernig hann brást við, það voru engin líkamleg átök áður en Jake fór af vettvangi.
Jake er frábær einstaklingur sem hefur stuðning félagsins og hann vill koma því á framfæri að þessi yfirlýsing eru endalok þessa máls.