Axel Tuanzebe varnarmaður Manchester United var í sjokki eftir að hafa æft með Luke Shwaw í fyrsta sinn.
Tuanzebe segir að það hafi verið ómögulegt að stoppa Shaw og hann hafi verið gott fordæmi fyrir sig.
,,Þú gleymir því ekki þegar þú æfir í fyrsta sinn með aðalliðinu, ég, Rashford og Devonte Redmond vorum boðaðir á æfingu. Þetta er ein erfiðasta æfing lífs míns,“ sagði Tuanzebe.
,,Ég var í U18 ára liðinu, við vorum að halda bolta og þetta var rosalega erfitt.“
,,Ég man eftir Luke Shaw á þessari æfingu, ég var í sjokki. Maður komst ekki nálægt honum, hann var algjör sprengja. Það var magnað.“
,,Eftir það var hann sá maður sem ég horfði til og ég ætlaði að ná honum, hann er svo sterkur og snöggur.“