Samkvæmt enskum blöðum í dag eru eigendur og stjórnarmenn Manchster United almennt ánægðir með bætinguna á liðinu undir stjórn Jose Mourino.
Mourinho er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með United en hann tók við liðinu af Louis van Gaal fyrir einu og hálfu ári.
Öllum er ljóst að Mourinho hefur bætt liðið en vonaðist hafði verið til að bætingin hefði veirð meiri.
Stjórnendur United eru nokkuð sáttir með Mourinho og segja ensk blöð að Mourinho muni fá fjármagn til leikmannakaupa á næstu mánuðum.
Stjórnendur United vilja hins vegar ekki heyra meira frá Mourinho í fjölmiðlum. Mourinho kvartaði á dögunum undir því að hann þyrfti meira fjármagn í kaup.
Eigendur United munu fjármagna slíkt en vilja ekki heyra af umræðu um svona í fjölmiðlum.