Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var mættur á blaðamannafund í morgun þar sem hann ræddi m.a leikinn mikilvæga gegn Huddersfield á morgun.
Liverpool hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Swansea og WBA en liðin sitja í neðstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar.
Félagið seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrr í mánuðinum og hafa stuðningsmenn Liverpool kallað eftir því að Klopp kaupi nýja leikmenn.
„Það mun ýmislegt gerast áður en glugginn lokar og kannski fáum við nýjan leikmann eða leikmenn,“ sagði Klopp.
„Við höfum verið að leita að leikmönnum sem styrkja liðið en ég hef alltaf unnið eftir þeim reglum að leita lausna í leikmannahópnum sem ég er með.“
„Þetta snýst ekki bara um að finna einhvern sem getur leyst Coutinho af hólmi. Við þurfum að horfa í innviðin og hvað við getum gert betur hérna hjá félaginu líka.“
„Ef við horfum til framtíðar þá munum við að sjálfsögðu styrkja hópinn áfram með öflugum leikmönnum en til skamms tíma litið þá er ekki mikið sem við getum gert á næstu dögum,“ sagði Klopp að lokum.