Piers Morgan sjónvarpsmaður í Englandi tók áhugavert viðtal við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í gær.
Morgan og Trump eru vinir frá gamalli tíð en þrátt fyrir það gekk hann á forsetann.
Trump er ekki duglegur að setjast niður með fjölmiðlum en þeir félagar áttu gott spjall.
Morgen elskar Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og vill láta reka Arsene Wenger stjóra liðsins.
Hann bauð Trump starfið en hann sagði að Arsenal vantaði leiðtogi sem myndi gera allt til að vinna, spilaði sóknarleik en myndi byggja á sterkum varnarvegg. Þar átti hann vegginn sem Trump vill byggja við landamæri Mexíkó.