Arsena hefur lagt fram 57 milljón punda tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Dortmund en það er Mirror sem greinir frá þessu í dag.
Þetta er fjórða tilboð Arsenal í leikmanninn en síðasta tilboð hljóðaði upp á 50 milljónir punda.
Aubameyang hefur verið sterklega orðaður við enska félagið í glugganum en Dortmund vill losna við hann.
Þeir vilja hins vegar fá í kringum 60 milljónir punda fyrir Aubameyang en nú er spurning hvort þýska félagið sé tilbúið að samþykkja nýjasta tilboð Arsenal.
Leikmaðurinn hefur sjálfur samþykkt kaup og kjör við Arsenal og því eiga félögin aðeins eftir að ná saman um kaupverðið.