Bristol City tók á móti QPR í ensku Championship deildinni í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.
Famara Diediou kom Bristol yfir undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 í leikhléi.
Joe Bryan tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 66. mínútu og lokatölur því 2-0 fyrir Bristol.
Hörður Björgvin Magnússon byrjaði á bekknum hjá Bristol í dag en kom inná sem varamaður á 67. mínútu en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 51 stig.