Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hefur opnað á nýjan leik.
Það má því búast við svakalegu fjöri næstu daga.
—————-
Neymar má fara til Real Madrid ef félaginu tekst að vinna Meistaradeildina í vor. (Goal)
Samningaviðræður Arsenal og Dortmund vegna Pierre-Emerick Aubameyang hafa ekki gengið vel undanfarna daga. (Kicker)
Dortmund vill fá 52 milljónir punda fyrir framherjann. (Star)
Þá hefur þýska félagið ekki áhuga á því að fá Olivier Giroud. (Mail)
Chelsea hefur blandað sér í baráttuna um Giroud sem vill fá að spila meira. (Mirror)
Þá er Roman Abramovic, eigandi Chelsea ósáttur með Conte sem hefur ekki tjáð sig mikið um félagaskipti liðsins. (Star)
Lucas Moura er að öllum líkindum að ganga til liðs við Tottenham. (RMC)
Diafra Sakho vill yfirgefa West Ham og fara til Rennes í Frakklandi. (Sun)
West Ham hefur áhuga á Tom Cairney, fyrirliða Fulham. (Sky Sports)