Veðbankar á Englandi hafa lækkað stuðla á það að Thomas Lemar, sóknarmaður Monaco gangi til liðs við Liverpool í janúarglugganum.
Lemar hefur verið sterklega orðaður við Liverpool, undanfarnar vikur en félagið seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrr í þessum mánuði.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hafði gefið það út að félagið myndi, að öllum líkindum ekki fá inn nýjan leikmann fyrir Coutinho en það var áður en liðið tapaði fyrir slaksta liðið deildarinnar um síðustu helgi.
Stuðullinn á að Lemar færi til Liverpool í janúar hjá Ladbrokes var 5/1 en hefur nú lækkað í 3/1 og reikna menn með því að hann muni halda áfram að lækka á meðan glugginn er opinn.
Talið er að tilboð í kringum 100 milljónir evra sé nóg til þess að fá forráðamenn Monaco til þess að selja.