Real Madrid er í miklu basli þessa dagana en liðið féll úr leik í spænska Konungsbikarnum á dögunum.
Þá situr liðið í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 35 stig og er nú 19 stigum á eftir toppliði Barcelona.
Cristiano Ronaldo, sóknarmaður liðsins telur að það að vinna Meistaradeild Evrópu myndi bjarga tímabilinu hjá Madrid.
„Ef við vinnum Meistaradeildina, þá getum við horft tilbaka og sagt að við höfum átt frábært tímabil,“ sagði Ronaldo.
„Okkur hefur ekki gengið vel í spænsku deildinni, það er ekkert leyndarmál og við erum allir meðvitaðir um það.“
„Við verðum að leggja allt í sölurnar í Meistaradeildinni og reyna að bjarga tímabilinu,“ sagði Ronaldo að lokum.