Paul Pogba gekk til liðs við Manchester United sumarið 2016 og varð í leiðinni dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.
United borgaði 90 milljónir punda fyrir hann og þénar hann í kringum 200.000 pund á viku hjá enska félaginu.
Alexis Sanchez gekk til liðs við United á dögunum og mun hann þéna í kringum 400.000 pund á viku hjá United sem gerir hann að launahæsta leikmanni liðsins.
Mirror greinir frá því í dag að Mino Raiola, umboðsmaður Pogba hafa reynt að setja klásúlu í samning Pogba sem myndi sjá til þess að hann yrði alltaf launahæsti leikmaður liðsins.
United á að hafa hafnað þessari beiðni árið 2016 en samkvæmt fjölmiðlum á Englandi vill Pogba fá nýjan og betrumbættan samning sem færir honum svipuð laun og Sanchez er að fá.