Jose Mourinho stjóri Manchester United segir að Alexis Sanchez hafi farið úr frábæru félagi yfir í risastórt félag á mánudag.
United fékk þá Sanchez frá Arsenal en Henrikh Mkhitaryan gekk í raðir Arsenal í skiptum.
,,Ég missi frábæran leikmann í Mkhitaryan, Wenger missir frábæran leikmann. United og Arsenal gerðu frábæran samning, Alexis fór úr frábæru félagi yfir í risastórt félag. Mhki fór í frábært lið, þetta var frábær samningur fyrir alla,“ sagði Mourinho.
,,Ég tel að Mhki verði jafnvel betri fyrir þá en mig, hann þekkir enskan fótbolta. Þetta er gott skref fyrir alla, ég er ánægður fyrir hönd Mhki.“
,,Hefði hann getað verið betri fyrir okkur, hefði ég getað náð meira úr honum? Kannski. Hefði hann getað lagt meira á sig og aðlagast okkur betur? Kannski, það er ekki nein eftirsjá. Núna er hann í fortíð okkar.“