Dregið var í Þjóðardeild UEFA í fyrsta sinn í dag en um er að ræða nýja keppni sem gefur möguleika á að tryggja sig inn á Evrópumótið. Ísland er í A-deild sem er sterkasta deildin.
Ísland verður í riðli 2 með tveimur stórþjóðum en um er að ræða Sviss og Belgíu.
Ísland og Sviss mættust síðast í undankeppni HM en leikurinn fór fram Í Bern árið 2013.
Þar skoraði Jóhann Berg Guðmundsson fræga þrennu í ótrúlegu 4-4 jafntefli.
Myndband af því er hér að neðan.