fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Íslands mætir Belgíu og Sviss í Þjóðardeildinni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dregið var í Þjóðardeild UEFA í fyrsta sinn í dag en um er að ræða nýja keppni sem gefur möguleika á að tryggja sig inn á Evrópumótið. Ísland er í A-deild sem er sterkasta deildin.

Ísland verður í riðli 2 með tveimur stórþjóðum en um er að ræða Sviss og Belgíu.

Leikið verður í september, október og nóvember 2018 og mun sigurvegari hvers riðils fara í úrslitakeppni í júní 2019 þar sem barist verður um sigur í keppninni. Þau fjögur lið sem lenda í neðsta sæti í sínum riðlum falla niður í deild B.

Þjóðardeildin er ný keppni en um er að ræða frábæran möguleika til að komast á EM.

Ísland og Belgía hafa 9 sinnum mæst áður og hefur Belgía unnið alla leikina. Síðast mættust þjóðirnar í vináttuleik árið 2014 í Belgíu og endaði sá leikur með 3-1 sigri Belga.

Ísland og Sviss hafa 6 sinnum mæst áður. Belgía hefur haft betur í 5 af þessum viðureignum og einu sinni hefur leikur liðanna endað með jafntefli. Það var einmitt síðasta viðureign þjóðanna en hún fór fram í undankeppni HM 2014 í Sviss, lokatölur leiksins voru 4-4.

England og Króatía eru með Spáni í riðli sem er afar erfiður. Alla riðlanna má sjá hér að neðan.

A deildin:

1-riðill:
Holland
Frakkland
Þýkaland

2-riðill:
Ísland
Sviss
Belgía

3-riðill:
Pólland
Ítalía
Portúgal

4-riðill:
Króatía
England
Spánn

B deildin:

1-riðill:
Tékkland
Úkraína
Slóvakía

2-riðill:
Tyrkland
Svíþjóð
Rússland

3-riðill:
Norður-Írland
Bosnía
Austurríki

4-riðill:
Danmörk
Írland
Wales

C deildin:

1-riðill:
Ísrael
Albanía
Skotland

2-riðill:
Eistland
Finnland
Grikkland
Ungverjaland

3-riðill:
Kýpur
Búlgaría
Noregur
Slóvenía

4-riðill:
Litháen
Svartfjallaland
Serbía
Rúmenía

D deildin:

1-riðill:
Andorra
Kazakhstan
Lettland
Georgía

2-riðill:
San Marínó
Moldóva
Lúxemborg
Hvíta Rússland

3-riðill:
Kósóvó
Malta
Færeyjar
Aserbaídsjan

4-riðill:
Gibraltar
Liechtenstein
Armenía
Makedónía

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir þetta gefa sterklega til kynna að Hareide fái sparkið frá KSÍ á næstu dögum

Segir þetta gefa sterklega til kynna að Hareide fái sparkið frá KSÍ á næstu dögum