Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur beðist afsökunar á þvi að hafa gólað á stuðningsmann Swansea í gær.
Í 1-0 tapi Liverpool var Klopp pirraður á þvi að einn stuðningsmaður Swansea var alltaf að góla á hann.
Klopp sá eftir því en hann kveðst aðeins vera mannlegur.
,,Hann var að garga á mig allan daginn, ég biðst afsökunar á því að hafa svarað honum einu sinni. Ég er mannlegur, ég tek þessu ekki allan tímann,“ sagði Klopp.
,,Ég svaraði honum einu sinni, það var ekki míkrafónn á mér svo þið heyrðuð ekki hvað hann sagði. Þetta er ekki neitt vandamál.“
,,Ég hugsaði einu sinni að nú væri komið nóg, ég held að við höfum verið 1-0 undir. Það var ekki vegna þess að ég svaraði honum.“