Aaron Lennon hefur gengið í raðir Burnley frá Everton en kaupin voru staðfest í dag.
Þessi hægri kantmaður er þrítugur en hann er að koma til baka eftir erfiða tíma.
Lennon reyndi að taka eigið líf síðasta sumar en hefur náð miklum bata á andlega sviðinu.
,,Burnley var félagið sem ég vildi semja við, ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Lennon.
,,Félagið er á leið fram veginn, ég vil vera hluti af því að hjálpa liðinu áfram í rétta átt.“
,,Ég tel mig hafa mikið fram að færa áfram, ég er bara þrítugur og vil spila á meðal þeirra bestu.“