Þeir Alexis Sanchez og Henrikh Mhitaryan eru báðir að skipta um félög en þetta hefur legið í loftinu alla vikuna.
Sanchez er að fara til Manchester United í skiptum fyrir Mkhitaryan sem er að fara til Arsenal.
Þeir hafa báðir samið um kaup og kjör við United og Arsenal og því eiga leikmennirnir bara eftir að fara í læknisskoðun, áður en þeir skrifa undir nýja samninga.
Sanchez er á Carrington æfingasvæði United þessa stundina þar sem hann er að gangast undir læknisskoðun en Mkhitaryan fer að öllum líkindum í læknisskoðun á næstu klukkustundum.
Samkvæmt miðlum á Englandi þá er vesen með atvinnuleyfi þeirra félaga og því gætu félagaskiptin dregist eitthvað fram á mánudag eða þriðjudag.