Javi Gracia hefur verið ráðinn stjóri Watford í ensku úrvalsdeildinni en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu.
Marco Silva var í morgun rekinn sem stjóri liðsins en hann tók við Watford í sumar.
Hann fór vel af stað með liðið en Watford hefur aðeins unnið einn leik í síðustu ellefu leikjum sínum og situr nú í tíunda sæti deildarinnar.
Gracia hefur m.a stýrt liðum á borð við Malaga og Rubin Kazan á ferlinum og á hann nú að reyna snúa gengi Watford við.
Hann skrifar undir 18 mánaða samning við félagið og mun því stýra liðinu til ársins 2020.