Chelsea hefur áhuga á Ashley Barnes, framherja Burnley en það er Sky Sport sem greinir frá þessu í dag.
Antonio Conte, stjóri liðsins reynir nú að styrkja hópinn fyrir átökin framundan í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig, 15 stigum á eftir Manchester City.
Baráttan um Meistaradeildarsæti hefur sjaldan verið jafn hörð en Manchester United, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Arsenal eru öll að berjast á toppi deildarinnar.
Chelsea hefur verið orðað við þá Andy Carroll og Peter Crouch að undanförnu og því ljóst að Conte vill fá stóran framherja til þess að auka möguleika liðsins í sókninni.
Barnes hefur komið við sögu í 26 leikjum með Burnley á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 4 mörk.