Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna Antoine Griezmann, sóknarmanns Atletico Madrid.
Griezmann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona að undanförnu en hann er með klásúlu sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið fyrir 100 milljónir evra, næsta sumar.
Fréttamiðlar á Spáni greindu frá því í morgun að Griezmann væri búinn að gera samkomulag við Barcelona en félagið segir þetta ekki rétt.
Þeir sendu frá sér yfirlýsingu núna rétt í þessu þar sem að þeir neituðu að vera búnir að semja við leikmanninn.
Málið er hið undarlegasta enda eru félög ekki þekkt fyrir það að senda frá sér yfirlýsingar til þess að neita fyrir félagaskipta orðróma.