fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
433

Arsene Wenger: Lacazette var orðinn pirraður

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 20. janúar 2018 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Það voru þeir Nacho Monreal, Alex Iwobi, Laurent Koscielny og Alexandre Lacazette sem skoruðu mörk Arsenal í dag en Luka Milivojevic minnkaði muninn fyrir Palace undir lok leiksins.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var að vonum afar sáttur með leik sinna manna í dag.

„Við spiluðum eins og við eigum að spila í fyrri hálfleik. Við vorum duglegir að hreyfa okkur án bolta og það var góður hraði í þessu hjá okkur,“ sagði Wenger.

„Ég hefði viljað sjá okkur gera svipaða hluti í seinni hálfleik en það gekk ekki eftir. Við erum fyrsta liðið til þess að vinna Palace í síðustu 12 leikjum þeirra.“

„Lacazette var orðinn aðeins pirraður á markaþurrðinni þannig að það var mikill léttir fyrir hann að skora. Við vitum að verkefnið framundan er erfitt en við trúum.“

„Stuðningsmenn okkar fengu frábæran fótbolta frá okkur í dag,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fagnar því að mjög klúrin umræða um brjóst hafi verið í beinni útsendingu í gær – „Wokeismi er dauður“

Fagnar því að mjög klúrin umræða um brjóst hafi verið í beinni útsendingu í gær – „Wokeismi er dauður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona fer miðasalan fram fyrir stórmótið hjá stelpunum næsta sumar

Svona fer miðasalan fram fyrir stórmótið hjá stelpunum næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Biðst afsökunar á því að hafa grínast með það að vilja skaða sjálfan sig

Biðst afsökunar á því að hafa grínast með það að vilja skaða sjálfan sig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flækir ekki hlutina núna þegar ljótur skilnaður er í gangi – Byrjar með lögfræðingnum sem sér um málið

Flækir ekki hlutina núna þegar ljótur skilnaður er í gangi – Byrjar með lögfræðingnum sem sér um málið