Jurgen Klopp stjóri Liverpool er mjög sár með að hafa misst Pepijn Lijnders úr þjálfarateymi sínum.
Lijnders kom til Liverpool árið 2014 og hóf störf með Brendan Rodgers.
Klopp tók síðar við og hafði mikið álit á Lijnders og hélt honum í starfi.
Lijnders hefur hins vegar sagt upp núna og ætlar að taka við NEC í Hollandi.
,,Ég er svekktur að missa svona mikilvægan hlekk úr teyminu okkar, hann er frábær persóna,“ sagði Klopp.
,,Það eru mismunandi tilfinningar að tala um Pep að fara frá okkur.“