Thierry Henry sérfræðingur Sky Sports hrósar samlanda sínum, Paul Pogba eftir frammistöðu hans í gær.
Pogba var fyrirliði United í 0-2 sigri á Everton. Í síðari hálfleik lék hann vinstra megin á miðjunni og sýndi snilli sína.
,,Hann getur spilað í mörgum stöðum, ég sagði þegar hann kom hingað aftur að hann væri ekki djúpur miðjumaður,“ sagði Henry.
,,Hann getur spilað í mörgum stöðum, þarna er hann samt bestur. Þarna kemur gamli Juventus, Pogba í ljós.“
,,Í hvert skipti sem Lingard tók hlaupið inn þá nýtti hann sér svæðið. Þegar hann spilar svona þá er ómögulegt að stoppa hann, hann breytti leiknum í síðari hálfleik.“
,,Hann steig upp, þú gerir það sem fyrirliði. Hann tók liðið með sér, það er mjög erfitt að stoppa hann þegar hann spilar vinstra megin í þriggja manna miðju. Hann var eins og fyrirliði í leiknum, það var mikilvægt.“