Antonio Conte, stjóri Chelsea vill styrkja leikmannahópinn hjá sér í janúarglugganum.
Stjórinn greindi frá því að enginn leikmaður fengi að yfirgefa félagið í glugganum en Chelsea er í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig, 14 stigum á eftir Manchester City.
Samkvæmt fréttum á Ítalíu vill Conte fá tvo leikmenn frá fyrrum félagi sínu, Juventus en hann stýrði liðinu í þrjú ár á sínum tíma.
Leikmennirnir sem umræðir eru þeir Alex Sandro og Giorgio Chiellini en sá síðarnefndi hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við ítalska félagið.
Conte hefur lengi verið á eftir Sandro en það er ljóst að Chiellini myndi styrkja varnarlínu Chelsea mikið.