Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund mun fljúga til London á morgun til þess að ræða við forráðamenn Arsenal en það er WA sem greinir frá þessu.
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal en samkvæmt miðlum á Englandi hefur hann nú þegar samþykkt að ganga til liðs við félagið.
Dortmund vill hins vegar fá í kringum 60 milljónir punda fyrir framherjann á meðan Arsenal er tilbúið að borga í kringum 50 milljónir fyrir hann.
Aubameyang hefur verið til vandræða að undanförnu og var settur í annað agabann sitt á stuttum tíma á dögunum og vilja forráðamenn félagsins nú losna við hann.
Ef félögin komast að samkomulagi um kauðverð ættu félagaskiptin að ganga í gegnum á stuttum tíma enda allt klárt fyrir komu framherjans til Arsenal.