Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er nú staddur í Svíþjóð þar sem hann er í opinberi heimsókn en það er vísir.is sem greinir frá.
Hann er mikill áhugamaður um íþróttir og spilaði m.a handbolta lengi vel.
Í Stokkhólmi hitti hann Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins og bað sá síðarnefndi fyrir góðri kveðju til íslensku þjóðarinnar.
„Ég átti að skila því til Íslendinga frá Lars að hann voni að Íslendingum gangi sem allra best á HM næsta sumar,“ sagði Guðni í samtali við Vísi.
Ísland er með á HM í fyrsta sinn en Lagerbäck stýrði íslensla landsliðinu á árunum 2011 til 2016 og kom liðinu m.a á sitt fyrsta stórmót.