Pierre-Emerick Aubameyang framherji Borussia Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal.
Arsene Wenger stjóri Arsenal segir að framherjinn frá Gabon myndi passa vel inn hjá félaginu.
,,Það er betra að halda svona leyndu og segja eitthvað ef hlutir klárast,“ sagði Wenger við fréttamenn í dag.
Breytingar eru að eiga sér stað hjá Arsenal en Theo Walcott fór í gær og Alexis Sanchez fer líklega á næstu dögum.
Henrikh Mkhitaryan kemur svo að öllum líkindum frá Manchester United. Hann gæti hitt fyrir gamlan vin ef Aubameyang kemur frá Dortmund.
,,Myndi Aubameyang passa hér inn? Já því karakterar geta haft jákvæð áhrif.“
Arsene Wenger on Pierre-Emerick Aubameyang: "This kind of thing is better when it’s secret and when you don't comment before announcing it when it's over the line. Would he fit in? Yes because character can be a very positive note." pic.twitter.com/OEaeeRWePt
— Squawka News (@SquawkaNews) January 18, 2018