Arsene Wenger stjóri Arsenal segir ekkert að því að Manchester United eyði þeim peningum sem félagið aflar sér.
Wenger segir mun á því hvernig United getur eytt peningum og hvernig mörg önnur félög gera það.
United er eitt tekjuhæsta félag í heimi en önnur félög fá oft fjármagn í gegnum eigendur sína.
,,Ég vil ekki ræða tölur, það er undir United komið,“ sagði Wenger en Alexis Sanchez er líklega að fara til United og hækkar vel í launum.
,,Ég virði Manchester United því þeir afla sér þeim tekjum sem þeir borga svo leikmönnum, þetta eru þeirra peningar. Ég virði slíkt.“
,,Það er svo undir þeim komið hvað þeir borga í laun, félagið er mjög vel rekið fjárhagslega. Þess vegna finnst mér ekkert að því að United borgi há laun.“